Friday Feb 25, 2022
#3 Ósýnilega fólkið - Pétur Geir
Í þætti dagsins heyrum við hjartnæmt viðtal við góðan vin minn sem hefur lifað tímana tvenna. Pétur Geir er lífsglaður og hæfileikaríkur maður sem ég hef þekkt í langan tíma en þegar ég kynntist honum fyrst var hann búinn að vera edrú í nokkur ár og starfaði þá sem lúnkinn tölvuviðgerðarmaður og ljósmyndari. Í dag hefur hann hins vegar verið á götunni í áraraðir og hefur setið af sér nokkra fangelsisdóma sem allir hafa verið afleiðingar þeirrar neyslu sem lengst af hefur litað allt hans líf. Hann hefur mjög áhugaverða sögu að segja er sjálfur lifandi dæmi þess hvernig skaðaminnkandi nálgun er mönnum eins og honum og samfélaginu öllu til góða.