Ósýnilega fólkið

Hver eru þau þessi olnbogabörn sem alltaf er verið að fjalla um, tala um en við heyrum sjaldnast í sjálfu? Ósýnilega fólkið er viðtalsþáttur Frosta Logasonar en þar ræðir hann við fólk sem glímir við áskoranir sem flesta hryllir við: Fíknivanda og heimilisleysi. Andstreymið sem þetta fólk hefur mátt mæta felur meðal annars í sér fordóma og skilningsleysi.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

Friday Mar 11, 2022

Viðmælandi okkar í Ósýnilega fólkinu þessa vikuna hefur lifað tímana tvenna. Hann er fimmtugur í dag en byrjaði um 15 ára aldurinn í frekar harðri neyslu. Ævisaga hans til þessa er mjög ævintýraleg og jafnvel reyfarakennd á köflum. Hann vill þess vegna ekki koma fram undir nafni. Hann var á miklu heimshornaflakki með foreldrum sínum sem barn og bjó meðal annars í Ísrael og Pakistan þegar faðir hans starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í þá daga. Hann hafði alltaf gaman af því að teikna og fór einu sinni í myndskreytingarnám í New Jersey í Bandaríkjunum. Neyslan náði samt snemma yfirhöndinni á  lífi hans enda hefur hann upplifað nokkuð stór áföll á lífsleiðinni. Faðir hans tók sitt eigið líf þegar viðmælandi minn var nítján ára gamall og það gerði eldri systir hans líka nokkrum árum síðar. Upp úr því festist hann í vítahring neyslu og afbrota og fór marga hringi inn og út af Litla hrauni á margra ára tímabili. Hann fluttist svo til Asíu til að breyta um umhverfi en neyslan fluttist með honum og hann lenti í margskonar vandræðum með sjálfan sig þar. Hann hefur ótal sinnum setið inni í Tælandi og var eitt sinn fangelsaður í Japan þegar hann var þáttakandi í smygli á fólki sem var skipulagt af írönskum glæpamönnum. Hann hefur í dag róast talsvert og finnst eins og neysla sín sé komin í betra jafnvægi. Hann hefur líka hætt öllum afbrotum eftir að hann komst á örorkulífeyri fyrir nokkrum árum síðan og líf hans er ekki jafn óreiðukennt og það var áður. En hann er heimilislaus og hefur verið það í nokkur ár. Fastagestur á gistiskýlinu og dreymir um að komast í einhverja varanlega lausn.

Friday Mar 04, 2022

Olga er fimm barna móðir sem ólst upp hjá stórri fjölskyldu fyrir norðan og átti þar frábær uppvaxtarár. Hún stundaði íþróttir og var vinamörg en fór sem unglingur fljótlega að finna fyrir fíknhegðun sem vatt hratt upp á sig. Hennar fyrsta áfall var þegar hún var neydd í fóstureyðingu 15 ára gömul og seinna lenti hún í ljótu ofbeldissambandi með manni sem hún eignaðist þrjú börn með. Hún þurfti að byrja með tvær hendur tómar þegar því sambandi lauk þar sem maðurinn hennar hirti allt sem þau höfðu byggt upp á árunum á undan. Þá kynntist hún öðrum manni sem hún eignaðist önnur tvö börn með en hann beitti hana líka miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi þangað til hann fluttist af landi brott og skildi hana eftir eina með börnin. Olga hefur verið heimilislaus í mörg ár og segir það vera bölvaða þrælavinnu að lifa í því ástandi frá degi til dags. Hana dreymir um að komast í eigið húsnæði þar sem hún getur fengið rými til að vinna úr sínum áföllum og komið sér aftur á beinu brautina.

Friday Feb 25, 2022

Í þætti dagsins heyrum við hjartnæmt viðtal við góðan vin minn sem hefur lifað tímana tvenna. Pétur Geir er lífsglaður og hæfileikaríkur maður sem ég hef þekkt í langan tíma en þegar ég kynntist honum fyrst var hann búinn að vera edrú í nokkur ár og starfaði þá sem lúnkinn tölvuviðgerðarmaður og ljósmyndari. Í dag hefur hann hins vegar verið á götunni í áraraðir og hefur setið af sér nokkra fangelsisdóma sem allir hafa verið afleiðingar þeirrar neyslu sem lengst af hefur litað allt hans líf. Hann hefur mjög áhugaverða sögu að segja er sjálfur lifandi dæmi þess hvernig skaðaminnkandi nálgun er mönnum eins og honum og samfélaginu öllu til góða. 

Friday Feb 18, 2022

Viðmælandi dagsins er fjögurra barna móðir sem lengi vel starfaði á leikskólum og hefur mikla unun af því að vinna með börnum. Hún á sér óuppgerða sögu sem þolandi ítrekaðra kynferðisbrota, missti stjórn á neyslu sinni fyrir nokkrum árum og endaði á götunni. Hún þráir að komast i meðferð og síðan í eigið húsnæði svo hún geti unnið í sínum málum og náð sér á strik á ný.

Friday Feb 11, 2022

Hver eru þau þessi olnbogabörn sem alltaf er verið að fjalla um, tala um en við heyrum sjaldnast í sjálfum? Ósýnilega fólkið er viðtalsþáttur Frosta Logasonar en þar ræðir hann við fólk sem glímir við áskoranir sem flesta hryllir við: Fíknivanda og heimilisleysi. Andstreymið sem þetta fólk hefur mátt mæta felur meðal annars í sér fordóma og skilningsleysi.

Image

Your Title

This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.

© 2023 Ósýnilega fólkið

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240731